Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða
Select a news topic from the list below, then select a news article to read.

Hæ tröllum

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Karlakórinn Stefnir Mosfellsbæ

Sólin er farin að hækka á lofti og léttist þá yfir öllu. Félagar okkar norðan heiða, n.t.t. Karlakór Akureyrar-Geysir býður til söngveislu á Akureyri annað hvert ár. Þeir kalla hana "Hæ tröllum". Á ferð okkar Stefnismanna um Norðurland í vor, þar sem við enduðum í Færeyjum í vel heppnaðri ferð, heilsuðum við uppá þessa félaga okkar og sungum með þeim í Hofi. Þá buðu þeir okkur að taka þátt í þessari hátíð nú að þessu sinni. Því er það að Karlakórinn Stefnir stefnir norður fyrir heiðar í næsta mánuði, 15 - 16 mars, þar sem við tökum þátt í þessari sönghátið en auk okkar taka þátt karalkórinn Drífandi af Austurlandi og Karlakór Dalvíkur. Hátíðin verður á laugardaginn 15. mars, hefst kl 17:00 og verður í Glerárkirkju.


 


JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL