Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Category Table Samsöngur kóra í Mosfellsbæ

Samsöngur kóra í Mosfellsbæ

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Mosfellsbær hefur verið þekktur undanfarin ár fyrir afar öflugt kórastarf. Það lætur ekki undan síga, en sunnudaginn 27. febrúar komu flestir kórar sem starfa í Mosfellsbæ saman til samsöngs. Þar stigu á svið 11 kórar, bæði blandaðir kórar, kvennakórar, karlakórar, barnakórar og kór eldri borgara. Hver kór hafði um 10 mínutur og flutti þrjú lög. Í lokin fluttu svo allir kórarnir saman lagið, Vel er mætt til vinafundar.

Viðburður af þessu tagi hefur verið haldinn frekar óreglulega undanfarin ár en vilji er til þess af söngfólkinu til að gera þetta árlega. Að þessu sinni var ákveðið að leggja söfnun fyrir nýju orgeli í Guðríðarkirkju lið en áætlað er að kaupa orgel af mosfellska orgelsmiðnum Björgvini Tómassyni. Allur aðgangseyrir rann því til orgelkaupasjóðs.

Það var vel mætt, kirkjan full bæði af áheyrendum og söngfólki. Tónleikarnir hófust um kl 17:00 og var þeim lokið upp úr kl 19:00. Það munu hafa safnast um 400 þúsund krónur í sjóðinn.

Við Stefnismenn þökkum hinum kórunum samstarfið. Guðmundur Pétursson formaður Stefnis tók að sér að vera tengiliður kóranna og kirkjunnar og halda utan um viðburðinn fyrir hönd söngfólksins. Eru honum einnig þökkuð hans störf.

Síðast uppfært ( Mánudagur, 18. apríl 2011 11:59 )