Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Category Table Æfingabúðir í Reykholti

Æfingabúðir í Reykholti

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Stefnir gerði góða ferð í æfingabúðir nú um helgina 26. - 27. mars. Þar var æft af kappi allan laugardaginn og svo frá kl 10 og fram yfir hádegi á sunnudag. Við fengum að æfa í Reykhotskirkju og þar er gott að vera. Um tíma voru einnig raddæfingar og æfðu þá sumar raddirnar í Snorrastofu sem er á neðri hæð í húsinu. Um kl 17 var blásið til opinnar æfingar þar sem gestir og gangandi máttu setjast inn og hlíða á prufurennsli á nokkrum laganna.

Á laugardagskvöldinu var svo sest að sameginlegum snæðingi í matsal Fosshótelsins sem rekið er í héraðsskólanum gamla. Var þetta vel rómað enda aðstaða og þjónusta hótelsins með mestu ágætum. við Stefnismenn þökkum Reykiltingum kærlega fyrir okkur.

Síðast uppfært ( Miðvikudagur, 30. mars 2011 09:05 )