Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Söngfélagar

Ágætu styrktarfélagar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Karlakórinn Stefnir hefur frá endurreisn kórsins árið 1974 haldið úti styrktarfélagsskap og boðið velunnurum kórsins að gerast styrktarfélagar. Í þessum félagsskap fellst að félagar greiða árlegt félagsgjald og fá í staðinn tvo miða á vorkonsert kórsins. Alla jafna er því þannig komið fyrir að þeir sem ganga frá greiðslunni fá nafn sitt á lista við innganginn og þeirra bíða miðarnir þar. Styrktarfélagsgjaldið fyrir árið 2014 er, eins og undanfarin ár kr. 4.000,- og þeir sem gera upp á neðangreindan reikning eru komnir á listann. Í maí verður einnig stofnuð krafa í heimabanka styrktarfélaga sem menn geta greitt þar, að viðbættu seðilgjaldi sem er kr. 250,-. Fréttabréfið okkar, Söngvaseiður mun einnig berast mönnum í apríl eða maí 2013.

Ganga má frá greiðslu ínn á reikning Stefnis sem er nr. 0116-05-63956 og kennitala kórsins er 630176-0189. Munið að láta nafn ykkar fylgja greiðslunni. Þegar líða fer að vori verður þeim sem ekki hafa gert upp send greiðslubeiðni í netbanka.

Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að veita okkur stuðning í þessari menningarstarfsemi á komandi árum. Þeir sem ekki vilja vera áfram á lista okkar yfir styrktarfélaga eða vilja bætast þar við geta sent tölvupóst á styrktarfelagi[hjá]kkstefnir.is eða hringt í síma 698 4814 (Finnur).

Karlakórinn Stefnir, Finnur Ingimarsson umsjónarmaður styrktarfélaga.