Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Söngfélagar

Vortónleikar 2012

Karlakórinn Stefnir og stjórnandi hans Gunnar Ben fara vítt á vængjum söngsins við undirleik Judit Thorbergson á vortónleikum kórsins í Norðurljósasal Hörpu þann 3. maí næstkomandi.

Vorið er yndislegt og þá er tími að lofsyngja tilveruna. Gleðisöngvar eiga þá líka við og kæti ræður ríkjum.

Á dagskrá kórsins verða sígildar söngperlur, m.a: Þér landnemar, Mansöngur, Við Tungná, nýtt lag sem samið var fyrir kórinn 2010. Dægurperlur eins og Yesterday og Suður um höfin verða líka á dagskránni. Gleðisöngvar og ölvísur eru fjölmargar í íslenskri karlakórahefð og kórinn mun rifja margar þeirra upp m.a. Glösin fleytifyllið þér, Söngvatnið, Ölerindi, Í krá að kirkjubaki og Skál! Skál!

Njótið vorgleðinnar við góðan söng.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00, miðasala er á vefnum á harpa.is og midi.is og í miðasölu Hörpu og miðaverð er kr. 3.000.

 

Karlakórinn Stefnir 2010