Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Section Blog Diskar Kynning á útgáfu Stefnis

Kynning á útgáfu Stefnis

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Hér er kynnt útgáfa hljómdiska sem Stefnir stendur að eða á hlutdeild í 

Fyrst skal hér nefna þá hljómdiska sem Stefnir  hefur gefið út sjálfur að öllu leiti og á allt efni. Um tvo diska er að ræða og hægt er að fá þá hjá stefnisfélögum eða með því að senda pöntun á netfangið kkstefnir[hjá]kkstefnir.is:

 Með söngvaseið á vörum 22 lög með Stefni.  Einsöngvarar Elín Ósk Óskarsdóttir, Þorgeir J. Andrésson, Ásgeir Eiríksson, Björn Ó. Björgvinsson og Böðvar Guðmundsson.  Undirleikarar Sigurður Marteinsson og félagar úr Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík. Hljóðritað í Hlégarði 1996, og endurútgefið í apríl árið 1999.  Upptökumaður Sigurður Rúnar Jónsson.  

Stefnumót   Safndiskur af vortónleikum, alls 20 lög. Gefið út árið 2002. 

Að auki eru hér 4 diskar þar sem Stefnir er þáttakandi með því að eiga lög á viðkomandi hljómdiskum:

Í Mosfellsbæ 7 kórar í Mosfellsbæ eiga efni á diskinum, auk Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. Stefnir syngur tvö lög: Nú geng ég með á gleðifund og Fjallið Skjaldbreiður (Fanna skautar).  Hljóðritað á tímabilinu okt. 1998 til jan. 1999.

Lögin hans Steina. 17 lög með ýmsum flytjendum.  Öll lögin eru eftir Steingrím Jón Birgisson.  Stefnir syngur 4 lög. Hljóðritað í Varmárskóla árið 1999.

Styrktartónleikar Neistans 2001 Karlakórinn Stefnir syngur nokkur lög til styrktar hjartveikum börnum.  Sjö kórar aðrir eru á diskinum.  Verkið “Á páskum” flutt í lokin af öllum kórunum saman.  

Hvar söngur ómar Gefinn út af tilefni Kötlumóts í Reykjavík árið 2000.  Stefnir með tvö lög, Fjallið Skjaldbreiður og Þar sem háfjöllin heilög rísa. Í síðara laginu syngur Ásgeir Eiríksson einsöng.

Síðast uppfært ( Mánudagur, 13. febrúar 2012 22:05 )