Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Category Table Vel heppnaðir vortónleikar

Vel heppnaðir vortónleikar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Karlakórinn Stefnir hélt vortónleika sína að þessu sinni fimmtudaginn 3. maí s.l. í hinu nýja tónlistarhúsi allra íslendinga, Hörpu. Voru þeir haldnir í sal á annari hæð sem nefnist Norðurljós og tekur um 450 manns í sæti og var hann þétt setinn. Voru tónleikarnir tvískiptir þar sem fyrir hlé var umfjöllun textanna lof af ýmsu taki, lof til lífs og lands. Eftir hlé var umfjöllunarefnið alkóhól, vín og gleðisöngvar frá ýmsum tímum og löndum. Voru þeir margir en flestir stuttir þó þannig að sumum fannst nóg komið. Flestir voru ánægðir með þessa uppákomu, það var upplifun að komast í þetta sérhannaða hús og kom það því svolítið á óvart að ekki heyrðu allir nógu vel til  kórsins. Eitt athugasemd var á þá leið að nota hefði þurft hljóðskerma á bak við kórinn.

Ein ástæða fyrir þessu vali á tónleikastað var sú að nú hefur Gunnar Ben, stjórnandi okkar til fimm ára hefur ákveðið að yfirgefa okkur. Hann hefur sagt stjórnanda stöðunni lausri og er stjórn kórsins farin að leita að nýjum manni í brúna. Það eru margir sem munu sakkna Gunnars en hann hefur verið afar metnaðarfullur í starfi sínu og mörg smáatriðin hafa verið æfð aftur og aftur. Gunnari eru færðar kærar þakkir fyrir þennan tíma sem hann var með okkur í Stefni.

Á laugardaginn eftir tónleikana var farið í ofurlitla reisu austur fyrir fjall þar sem sungið var á samkomu að Sólheimum í Grímsnesi og á Litla Hraun. Svo var lokahóf í Fjöruborðinu þar sem kórmenn og makar snæddu humar. 

Þann 7. maí var svo haldinn aðalfundur Stefnis í Krikaskóla, fundurinn fór vel fram, málin rædd og gengið til stjórnarkjörs. Stjórnin var einróma endurkjörin en hana skipa Guðmundur Pétursson formaður, Ingvi Rúnar Guðmundsson varaformaður, Valur Páll Þórðarson gjaldkeri, Finnur Ingimarsson ritari og Heiðar Jóhannsson meðstjórnandi. Eftir þetta er Stefnir kominn í sumarfrí en þó skal tekið fram að komi upp tilefni þar sem söngs Stefnis er óskað má ætið hafa samband við formann eða félaga í kórnum eða á netfangið kkstefnir[hjá]kkstefnir.is

Gleðilegt sumar.

Síðast uppfært ( Þriðjudagur, 23. október 2012 22:43 )