Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Category Table Tónleikar 4 nóvember 2012

Tónleikar 4 nóvember 2012

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Árið 2000 hlaut Stefnir þann heiður að vera útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Þennan heiður hlaut einnig Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, first listamanna í bæjarféaginu en það var árið 1995. Alls hefur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar verið útnefndur 18 sinnum og þrisvar hafa kór eða hljómsveitir hlotið þennan heiður en auk Stefnis og Skólahljómsveitarinnar hefur Sigur Rós hlotið hann, árið 2001.

Nú í ár er 25 ára kaupstaðarafmæli Mosfellsbæjar og hafa ýmsir viðburðir verið haldnir af því tilefni. Sunnudaginn 4. nóvember næstkomandi munu þessir tveir bæjarlistamenn Mosfellsbæjar leggjast saman á árar og blása til sameiginlegra tónleika. Því miður er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að tónleikastaðarvali hér í bænum en við reynum að spila úr því sem fyrir hendi er. Tónleikarnir verða því haldnir í gamla salnum í Íþróttahúsinu að Varmá og hefjast þeir kl 17:00. Verða þetta tónleikar sem standa í um klukkustund og munu Skólahljómsveitin og Stefnir flytja lög, bæði sitt í hvoru lagi sem og saman. Frá Skólahljómsveitinni munu bæði koma fram B og C sveitir hljómsveitarinnar.

Sem sagt, sameiginlegir tónleikar Karlakórsins Stefnis og Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar, haldnir í Íþróttahúsinu að Varmá, hefjast kl 17:00 og er ókeypis inn á tónleikana. Flutt verða lög af ýmsu tagi, ný og gömul, þekkt og minna þekkt. Við bjóðum alla Mosfellinga sem og velunnara þessara listamanna hjartanlega velkomna að Varmá, sunnudaginn 4. nóvember n.k. Þeir sem þetta lesa eru eindregið beðnir um að koma fréttum af þessum viðburði áfram til þeirra sem áhuga kunna að hafa.

Síðast uppfært ( Fimmtudagur, 06. desember 2012 18:27 )