Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Category Table Tónleikar í nóvember

Tónleikar í nóvember

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Sunnudaginn 4. nóvember s.l. leiddu tveir af bæjarlistamönnum Mosfellsbæjar saman hesta sína í tónleikahaldi í tilefni af 25 ára kaupstaðarafmæli bæjarfélagsins. Þetta voru Stefnir og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og voru tónleikarnir haldnir í Íþróttahúsinu að Varmá, ekki er þar nú besta hljómleikahús bæjarins en ekki  er í mörg hús að venda til að taka við tónleikum sem þessum. Tónleikarnir tókust samt sem áður vel og var bekkurinn þétt setinn áheyrendum sem ekki var annað að sjá en hafi yfirgefið salinn ánægðir að tónleikum loknum. Stefnir þakkar Skólahljómsveitinni ánægulegt samstarf og áheyrendum fyrir komuna.

Að þessu sinni verður breytt aðeins út af venjunni þar sem hefðbundnir jólatónleikar verða ekki haldnir. Í þeirra stað komu afstaðnir tónleikar með Skólahljómsveitinni en svo verða sameiginlegir tónleikar með Kammerkór Reykjavíkur sem haldnir verða í Dómkirkjunni við Austurvöll. Verða þessi tónleikar haldnir næstkomandi fimmtudag 22. nóvember og hefjast kl. 20:00. Efnisskráin verður bæði létt og hátíðleg og kannski slæðist inn andi komandi tíðar. Aðgangseyrir er kr. 2000 fyrir fullorðna og kr. 1000 fyrir ellilífeyrisþega, öryrkja og ungmenni 12 - 18 ára. Smellið HÉR til að sjá aulgýsinguna betur.