Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Category Table Vorið 2013 nálgast óðum

Vorið 2013 nálgast óðum

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Nú eru páskar að ganga um garð þetta árið og tíð hefur verið nokkuð góð, einkum hér suðvestanlands. Starfið hjá Karlakórnum Stefni hefur gengið þokkalega þettað starfsárið. Æfingar hafa verið reglulega á þriðjudögum og haldnar í Krikaskóla. Við höfum verið að prufukeyra okkur saman, kórinn og hinn nýji stjórnandi Julian M Hewlett og spennandi verður að heyra hvernig tónleikagestum fellur útkoman af þessu fyrsta samstarfsári okkar. Við fórum í helgarbúðir til æfinga í Vatnaskógi eins og undanfarin ár en slíkar búðir hafa alla jafna skilað góðum árangri, bæði sönglega sem og félagslega.

 Nú líður að hinum árlegu vortónleikum en stefnt er að því að halda tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 23. maí og í Langholtskirkju sunnudaginn 26. maí. Að því loknu er stefnan tekin norður í land með tónleikum í Hofi á Akureyri með þátttöku Karlakórs Akureyrar Geysis mánudaginn 3. júní. Þá er ætlunin að halda til Egilsstaða og hefja upp raust í Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 4. júní, vonandi í samstarfi við Karlakórinn Drífanda á Egilsstöðum.

Eftir þetta verður stefnan sett á Seiðisfjörð og þaðan með Norrænu til Færeyja þar sem ætlunin er að halda tvenna til þrenna tónleika. Eftir er að ganga endanlega frá ýmsum endum í þessum plönum en svona eru þau í grófum dráttum.

Síðast uppfært ( Föstudagur, 10. maí 2013 11:51 )