Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Category Table Tónleikar vorið 2013

Tónleikar vorið 2013

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þá eru tónleikar vorsins 2013 afstaðnir hér á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni voru haldnir tvennir tónleikar, í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og í Langholtskirkju í Reykjavik. Voru þeir allvel sóttir og höfum við mest heyrt afar jákvæðar umsagnir um þessar uppákomur okkar. Öllum gestum okkar þökkum við kærlega fyrir komuna og vonum að þið hafið notið tónleikanna

Nú er ferðinni heitið fyrst norður í land, og í kvöld, 3. júní verða tónlekar í Hofi á Akureyri og mun Karlakór Akureyrar-Geysir taka lagið þar með okkur. Hefjast tónleikarnir kl 20:00  og er miðasala í Hofi.

Á morgun verður svo haldið áfram til Seiðisfjarðar þar sem við tökum þátt í kynningardegi um borð í Norrænu. Gestir og gangandi geta þar fengið kynningu á ferðum skipsins og þjónustunni um borð.

Á miðvikudag verður svo haldið til Færeyja þar sem við munum eyða næstu dögum og halda tónleika í Vesturkirkjunni í Þórshöfn og á menningarnótt þeirra þórshafnarbúa. Til baka komum við svo aftur með Norrænu þriðjudaginn 11. júní.

Síðast uppfært ( Laugardagur, 05. október 2013 16:27 )