Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Category Table Bæjarhátíð Mosfellsbæjar; Í túninu heima

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar; Í túninu heima

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Fyrsta verkefni komandi starfsárs er á næsta leyti en Stefnir mun syngja við hátíðarsamkomu í Hlégarði um næstu helgi, n.t.t um kl 14:00 á sunnudag. Þá verður hin árlega bæjarhátíð Mosfellsbæjar haldin með margvíslegum uppákomum víðs vegar um bæinn.

Síðasta starfsári Stefnis lauk með glæsibrag í Færeyjum í byrjun júní s.l. Tónleikaferð kórsins um norðurland og til Færeyja tókst með afbrigðum vel og verður lengi í mynnum höfð. Stefnir var með tvenna opinbera tónleika í ferðinni, fyrst í Hofi á Akureyri, þar er nú gott að syngja, í góðu og skemmtilegu og vel staðsettu húsi. Seinni tónleikarnir voru haldnir í Vesturkirkjan í Þórshöfn í Færeyjum en það er mikilfengileg kirkja og áberandi mannvirki í bænum.

Að auki héldum við minni konserta á kynningardegi um borð í Norrænu á Seiðisfirði en þar gafst gestum kostur á að koma um borð og fá leiðsögn um skipið og hlíða á Stefni í lokin. Við sigldum svo til Færeyja með Norrænu og héldum aukakonsert fyrir farþega á leiðinni. Auk tónleikanna í Vesturkirkjunni var sungið við opnun á listsýningu Steinunnar Þórarinsdóttur og Silju Strøm þann 7. júní í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr ferðinni.

Færeyjaferð 2013

Við Norrænu á leið út. 

 Færeyjaferð 2013

Vesturkirkjan

 Færeyjaferð 2013

Séð yfir Þórshöfn og Hotel Førojar þar sem gist var. 

Síðast uppfært ( Laugardagur, 05. október 2013 16:27 )