Karlakórinn Stefnir

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Category Table Hausttónleikar

Hausttónleikar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, fór vel fram um liðna helgi og fyrir utan föstudaginn, þá rættist vel úr veðrinu. Á sunnudaginn gekk á með skúrum en í Hlégarði myndaðist ljúf stemming á hátíðarsamkomu bæjarstjórnar. Hún hófst með því að Karlakórinn Stefnir söng ein tíu lög. Fyrst tvö færeysk, annað við færeyskan texta, Tidin rennur, og Fagurt er um sumarkvöld við sæinn. Þá komu fimm íslensk, alla vega íslenskir textar, og svo fluttum við tvö ítölsk lög og einsöngvarinn okkar, hún Kristín Sigurðardóttir flutti eitt lag.

Þá var komið að veitingu viðurkenninga til einstaklinga og fyrirtækja fyrir vel hirt umhverfi og garða. Þá kom að útnefningu bæjarlistamanns fyrir árið 2013 og er það Ólafur Gunnarsson rithöfundur sem titilinn hlaut. Stefnir, sem bæjarlistamaður árið 2000 býður Ólaf velkominn í hópinn. Að lokum söng svo Stefnir tvö lög.

Vetrarstarfi Stefnis er nú farið af stað, byrjar gjarnan í kring um bæjarhátíðina. Að þessu sinni munum við hefja starfið með tónleikahaldi og verður Stefnir með hausttónleika í Hlégarði þann 19. september n.k. Tímasetning þeirra verður auglýst mjög fljótlega.

Síðast uppfært ( Föstudagur, 29. nóvember 2013 14:15 )